Viðskipti erlent

Danskur ráðherra fékk 14 milljónir í styrki frá ESB

Henrik Höegh landbúnaðarráðherra Danmerkur þáði rúmlega 700.000 danskar kr. eða rúmlega 14 milljónir kr. í landbúnaðarstyrki frá ESB á síðasta ári. Hann hefur einnig sótt um svipaða styrki í ár en hann rekur stórt bú á Lollandi.

Fjallað er um málið í Jyllands Posten en fyrrgreindar upplýsingar komu fram í svari við fyrirspurn á danska þinginu. Árið 2008 þurfti Höegh að láta sér nægja rúmar 11 milljónir í styrkjum frá ESB.

Í umræðum um málið á þinginu sagði Nick Hækkerup varaformaður Jafnaðarmannaflokksins að það valdi áhyggjum að á sama tíma og danska stjórnin hafi þá opinberu stefnu að draga úr styrkjum til landbúnaðar sé landbúnaðaráðherra að fá síaukna styrki frá ESB.

Í svarinu kemur fram að á árunum 2001 til 2010 hafa danskir bændur fengið 88 milljarða danskra kr. eða um 1.800 milljarða kr. í landbúnaðarstyrki frá ESB.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×