Handbolti

Umfjöllun: Valur í úrslitin eftir sigur á ríkjandi bikarmeisturum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm

Valur komst í dag í úrslitaleik Eimskips-bikars kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli 23-22 í Vodafone-höllinni. Staðan í hálfleik var 9-10, Stjarnan með forystu.

Florentina Stanciu markvörður sá til þess að Stjörnustúlkur höfðu forystuna í hálfleik. Sóknarleikur Garðabæjarliðsins var ekki burðugur en Stanciu var í stuði í markinu.

Valskonum gekk einnig erfiðlega í sínum sóknarleik en fundu hraðaupphlaupin betur í seinni hálfleiknum og náðu þar með betri takti í sinn leik. Fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins voru þeirra.

Spennan var mikil í seinni hálfleik en Valsliðið reyndist á endanum sterkara og vann verðskuldaðan sigur. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði mikilvæg mörk í lokin og heimaliðið fagnaði þegar leiktíminn rann út.

Í úrslitaleik bikarsins mun Valsliðið mæta Fram í Reykjavíkurslag. Stjarnan mun hinsvegar ekki verja titil sinn en liðið hampaði bikarnum í fyrra.

Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 7/1 (12/3), Íris Ásta Pétursdóttir 5 (9), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (8/1), Hildigunnur Einarsdóttir 3 (4/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5/1), Rebekka Skúladóttir 1 (2), Katrín Andrésdóttir 1 (4), Kristín Guðmundsdóttir 0 (1).

Varin skot: Berglind Hansdóttir 18

Fiskuð víti: 6 (Hildigunnur 2, Kristín, Anna, Íris, Hrafnhildur)

Utan vallar: 6 mínútur

Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamasan 7/5 (16/7), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 5 (11), Þórhildur Gunnarsdóttir 3 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 3 (7), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (2), Aðalheiður Hreinsdóttir 1 (1), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1 (2).

Varin skot: Florentina Stanciu 22/4

Fiskuð víti: 6 (Harpa 3, Elísabet 3)

Utan vallar: 6 mínútur










Fleiri fréttir

Sjá meira


×