Viðskipti erlent

Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum

Lund þarf aðeins að borga rétt rúm 10% af persónulegum skuldum sínum sem hljóða upp á 78,7 milljónir danskra kr.
Lund þarf aðeins að borga rétt rúm 10% af persónulegum skuldum sínum sem hljóða upp á 78,7 milljónir danskra kr.

Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína.

Greint er frá þessu á vefsíðunni business.dk. Þar segir að Lund hafi mætt í skiptaréttinn í Kaupmannahöfn með her lögmanna í eftirdragi, þar af sjö í jakkafötum og einn berfættan í sandölum. Í réttinum kom í ljós að 75% kröfuhafa höfðu samþykkt nauðasamninga við Lund og því sleppur hann við gjaldþrot.

Þetta þýðir að Lund þarf aðeins að borga rétt rúm 10% af persónulegum skuldum sínum sem hljóða upp á 78,7 milljónir danskra kr. Þeirri upphæð hefur hann safnað saman meðal vina og kynningja og reiknað er með að endanlega verði gengið frá þessu máli innan tveggja vikna.

Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið við fjölmiðla en á Facebook síðu hans bloggar Lund að hann sé „god damn" sloppinn frá gjaldþroti og þakkar hann öllu fyrir góða orkustrauma.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×