Viðskipti erlent

Manchester United tapaði milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Gill segir að ekki verði brugðist við hallarekstrinum með því að selja leikmenn. Mynd/ AFP.
David Gill segir að ekki verði brugðist við hallarekstrinum með því að selja leikmenn. Mynd/ AFP.
Knattspyrnuliðið Manchester United tapaði tæpum 80 milljónum sterlingspunda á tímabilinu 30. júní í fyrra til 30. júní í ár. Upphæðin samsvarar 14 milljörðum íslenskra króna.

Þetta er alger viðsnúningur í rekstri liðsins sem hagnaðist um 48 milljónir sterlingspunda, um 8,5 milljarða, árið á undan. Sá hagnaður var ekki síst tilkominn vegna sölunnar á Cristiano Ronaldo en hann var seldur á 80 milljónir sterlingspunda.

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, sagði á BBC að ekki yrði brugðist við hallarekstri félagsins með því að selja leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×