Viðskipti erlent

SFO íhugar rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), íhugar nú að hefja rannsókn á viðskiptaháttum Rio Tinto. Kemur þetta í framhaldi af því að fjórir starfsmenn Rio Tinto í Kína hafa viðurkennt að hafa þegið mútur. Kínversk stjórnvöld eru stærsti viðskiptavinur Rio Tinto sem m.a. rekur álverið í Straumsvík.

Greint er frá málinu í blaðinu Daily Mail. Þar segir að þrátt fyrir að fram hafi komið í dómsmálinu sem rekið var gegn fjórmenningunum í Kína að Rio Tinto hafi ekki vitað af spillingu starfsmannna sinna sé SFO samt að íhuga málið. SFO vilji rannsaka hvort yfirlýsingar Rio Tinto eigi við rök að styðjast eða ekki.

Fari svo að SFO hefji rannsókn á málefnum Rio Tinto myndi slíkt verða verulega vandræðalegt fyrir þennan ensk/ástralska námurisa sem veltir um 20 milljörðum punda á ári hverju, að því er segir í Daily Mail.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×