Viðskipti erlent

Kínversk stjórnvöld tefja sölu Hummer

Kínverski vinnuvélaframleiðandinn Tengzhong þarf enn að bíða eftir því að fá að kaupa Hummer-bíltegund bandaríska bílarisans General Motors.

Kaupin áttu að ganga í gegn 31. janúar en þeim var frestað til 28. febrúar þar sem nauðsynlegt leyfi kínverskra stjórnvalda hafði ekki fengist. Enn bólar ekkert á leyfinu en fyrirtækin eru engu síður bjartsýn á að kaupin gangi í gegn.

Kaupverðið er talið vera um 150 milljónir dollara. Stjórnvöld í Kína hafa reynt að hafa hemil á ört vaxandi bílaiðnaði í landinu og takmarka nýjar fjárfestingar í honum frekar en að laða þær að. - kk










Fleiri fréttir

Sjá meira


×