Viðskipti erlent

Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM

Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku.

Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni samþykkti Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélag Buffetts, í mars s.l. tryggingarsamning gagnvart einum viðskiptavina sinna um að Frakkar myndu vinna á HM.

Ef Frakkar hefðu náð alla leið á toppinn á HM hefði Berkshire Hathaway þurft að greiða þessum viðskiptavini 30 milljónir dollara eða um 3,8 milljarða kr. Niðurstaðan varð sú að Frakkar eru farnir heim með skottið milli lappanna að lokinni riðlakeppninni.

Ekki er vitað hvar tók þennan tryggingarsamning né hve mikið hann þurfti að borga Berkshire Hathaway fyrir viðvikið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×