Hafa tæpan mánuð til að bjarga Grikklandi frá greiðslufalli Höskuldur Kári Schram skrifar 25. apríl 2010 13:26 Strauss-Kahn lýsti því yfir að lánabeiðni Grikkja fengi flýtimeðferð hjá sjóðnum. Mynd/ AFP. Grikkir hafa aðeins rétt tæpan mánuð til að komast að samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslur til að forða ríkinu frá greiðslufalli. Sérfræðingar óttast að sá björgunarpakki sem nú er til umræðu dugi hins vegar ekki til bjarga Grikkjum. Grísk stjórnvöld óskuðu í síðustu viku eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að takast á við efnhagskreppuna þar í landi. Rætt er um að Grikkir fái 45 milljarða evru lán frá AGS og Evrópusambandinu. Stór lán eru á gjalddaga í næsta mánuði - það stærsta átta og hálfur milljarður Evra er á gjalddaga 19. maí. Grikkir þurfa nauðsynelga að ganga frá lánasamningum við AGS og Evrópusambandið fyrir þann tíma. Grikkir þurfa væntanlega að taka á sig meiri niðurskurð en nú þegar hefur verið boðaður - en niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar hefur verið harðlega mótmælt. Þá óttast margir sérfræðingar að efnhagsástandið í Grikklandi sé mun verra en af er látið. Fjölmargir eru reyndar á þeirri skoðun að sá lánapakki sem nú sé til umræðu dugi alls ekki til að bjarga Grikkjum frá greiðslufalli. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir í gær að lánabeiðni Grikkja fái sérstaka flýtimeðferð hjá sjóðnum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Grikkir hafa aðeins rétt tæpan mánuð til að komast að samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslur til að forða ríkinu frá greiðslufalli. Sérfræðingar óttast að sá björgunarpakki sem nú er til umræðu dugi hins vegar ekki til bjarga Grikkjum. Grísk stjórnvöld óskuðu í síðustu viku eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að takast á við efnhagskreppuna þar í landi. Rætt er um að Grikkir fái 45 milljarða evru lán frá AGS og Evrópusambandinu. Stór lán eru á gjalddaga í næsta mánuði - það stærsta átta og hálfur milljarður Evra er á gjalddaga 19. maí. Grikkir þurfa nauðsynelga að ganga frá lánasamningum við AGS og Evrópusambandið fyrir þann tíma. Grikkir þurfa væntanlega að taka á sig meiri niðurskurð en nú þegar hefur verið boðaður - en niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar hefur verið harðlega mótmælt. Þá óttast margir sérfræðingar að efnhagsástandið í Grikklandi sé mun verra en af er látið. Fjölmargir eru reyndar á þeirri skoðun að sá lánapakki sem nú sé til umræðu dugi alls ekki til að bjarga Grikkjum frá greiðslufalli. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir í gær að lánabeiðni Grikkja fái sérstaka flýtimeðferð hjá sjóðnum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira