Viðskipti erlent

Actavis fær ekki að kaupa Ratiopharm

Reuters hefur það eftir heimildarmönnum að Actavis komi ekki lengur til greina sem kaupandi að þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm.

Baráttan um Ratiopharm stendur því á milli bandaríska lyfjarisans Pfizer og Teva frá Ísrael sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins. Reuters telur að Teva standi betur í baráttunni.

Stjórn Ratiopharm hefur boðað til blaðamannafundar nú eftir hádegið þar sem tilkynna á um kaupin á fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×