Viðskipti erlent

Móðurfélag Roberts Tchenguiz heldur áfram að skila tapi

Rekstur R20 móðurfélags breska fjárfestirins Roberts Tchenguiz, fyrrum stjórnarmanns í Exista, heldur áfram að skila tapi þótt dregið hafi úr taprekstrinum milli tveggja síðustu ára.

Samkvæmt frétt í blaðinu Telegraph skilaði R20 tapi upp á 8 milljónir punda eða um 1,5 milljarði króna á síðasta reikningsári sem lauk í maí síðastliðnum. Árið áður nam tapið af rekstrinum 31 milljón punda.

Endurskoðendur R20 hafa miklar áhyggjur af framtíð félagsins en veruleg eignarýrnun hefur orðið hjá dótturfélögum þess. Skuldir R20 eru nú 36 milljónum punda meiri en eignir þess.

Fram kemur í fréttinni að í síðasta mánuði hafi fjölskyldusjóður Tchenguiz, neyðst til að afhenda skilanefnd Kaupþings 137 milljónir punda frá sölunni á stórmarkaðakeðjunni Somerfield en Kaupþing fjármagnði þau kaup á sínum tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×