Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur fellur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandarískur dalur hefur veikst um 0,97% gagnvart íslensku krónunni það sem af er degi. Erlendir fjölmiðlar segja að hann sé í frjálsu falli þessa stundina. Til að mynda hefur breska pundið styrkst gagnvart bandaríkjadal og hefur ekki verið eins sterkt gagnvart honum síðan í febrúar.

Fram kemur á fréttavef BBC að ástæðan fyrir þessari veikingu bandaríkjadals sé sú að dregið hafi úr hagvexti í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi miðað við ársfjórðunginn á undan. Svo kynni að fara að stjórnvöld þyrftu að fara að dæla peningum inn í hagkerfið til að viðhalda hagvexti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×