Viðskipti erlent

Fékk 18 milljarða í laun fyrir að tapa 257 milljörðum

Fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði bless og takk fyrir við Stanley O´Neal forstjóra sinn eftir mesta ársfjórðungtap bankans í tæplega aldarlangri sögu hans árið 2007. O´Neal fékk 160 milljónir dollara eða 18 milljarða kr, að launum fyrir að tapa 2,3 milljörðum dollara eða um 257 milljörðum kr.

Forbes tímaritið segir frá þessu. O´Neal fékk 30 milljónir dollara í starfslokasamning auk 129 milljónum dollara í hluta- og skuldabréfum að launum frá bankanum eftir þetta risatap.

Í Forbes segir að væntanlega í ljósi 21 árs starfsferils O´Neal hjá Merrill Lynch hafi honum verið leyft að segja upp störfum sínum í stað þess að vera rekinn úr stöðu sinni. Þar með hélt hann sérstökum lífeyrissparnaði sem starfsmönnum bankans bauðst.

Fjármálakreppan gerði það svo að verkum að Bank of America yfirtók Merrill Lynch í ársbyrjun á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×