Viðskipti erlent

Tekjur Facebook námu 102 milljörðum í fyrra

Hin vinsæla vefsíða Facebook skilaði eigendum sínum tekjum upp á 800 milljónir dollara eða um 102 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta eru mun meiri tekjur en talið var að vefsíðan aflaði. Hagnaðurinn er talin nema nokkrum milljörðum kr.

Fjallað er um málið í frétt á Reuters sem hefur tölurnar eftir tveimur ónafngreindum heimildum. Höfuðstöðvar Facebook er í Palo Alto í Kaliforníu en upphaflega var vefsíðan stofnuð fyrir sex árum síðan af háskólanemanum Mark Zuckerberg. Hún hefur síðan orðið vinsælasta samskiptasíða heimsins með yfir hálfan milljarð af notendum.

Sérfræðingar höfðu áður talið að tekjurnar af rekstri Facebook á síðasta ári hefðu numið 500 til 700 milljónum dollara. Samvkæmt heimildum Reuters eru þær töluvert hærri. Annar heimildarmannanna segir að forráðamenn Facebook hafi reynt að draga úr umfangi tekna sinna.

Talsmenn Facebook vildu ekki tjá sig um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×