Kína í stríði við Evrópu og Japan um sjaldgæfa málma 25. október 2010 13:24 Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira