Viðskipti erlent

Harry Potter töfrar fram 120 milljarða

Daniel Radcliffe, sem leikur sjálfan Harry Potter, hefur fengið um 42 milljónir punda í vasann fyrir þetta hlutverk.
Daniel Radcliffe, sem leikur sjálfan Harry Potter, hefur fengið um 42 milljónir punda í vasann fyrir þetta hlutverk.
Söguhetjan Harry Potter hefur fram til þessa töfrað fram auðæfi upp á yfir 600 milljónir punda, eða 120 milljarða kr., fyrir höfund sinn og þær kvikmyndastjörnur sem leikið hafa í myndunum um kappann.

Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að mest af þessum auðæfum hafi komið í hlut JK Rowling, höfundar bókanna um Harry Potter, en hún hefur hagnast um 519 milljónir punda á bókunum. Rowling er þar með á toppinum yfir efnuðustu rithöfunda heimsins.

Daniel Radcliffe, sem leikur sjálfan Harry Potter, hefur fengið um 42 milljónir punda í vasann fyrir þetta hlutverk. Þar með er Radcliffe í fimmta sæti yfir efnuðustu ungu Bretana, þ.e. 30 ára og yngri. Radcliffe er þar með efnaðri en bæði Prins William og Prins Harry.

Emma Watson, sem leikur Hermonie Granger, í myndunum er í 10. sæti listans yfir efnaða unga Breta en hlutverkið hefur skilað henni 22 milljónum punda í veskið. Rubert Grint sem leikur Roland Weasley er í 12. sæti listans en tekjur hans af Harry Potter nema 20 milljónum punda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×