Viðskipti erlent

Metatvinnuleysi hámenntaðs fólks í Danmörku

Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.

Metfjöldi hámenntaðs fólks, eins og lögfræðingar og hagfræðingar, skráðu sig atvinnulausa í Danmörku í ágúst s.l. Nú eru 2.424 manns sem teljast hámenntaðir á atvinnuleysisskrá í landinu og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri síðan árið 2003.

Í frétt um málið í Politiken segir að það sé einkum ungt fólk sem nýlokið hefur langtímanámi sínu sem fyllir raðir atvinnulausra úr þessum hópi.

Politiken ræðir um málið við Rikke Gunnestrup en hún lauk lögfræðinámi sínu í júní s.l. Rikke segir að hún hafi sótt um 15 störf síðan en aldrei komist það langt að fá starfsviðtal á þeim stöðum sem hún sótti um vinnu hjá.

„Einu skilaboðin sem ég hef fengið eru að viðkomandi hafi fundið annan starfskraft með meiri reynslu en ég hef," segir Rikke. „Á endanum mun mér takast að fá vinnu en það verður víst ekki draumavinna mín í byrjun."

Rikke segir að hún hafi heyrt meðal vina sinna að staðan sé aðeins að breytast til hins betra. Hún er því vongóð en sem stendur er hún með fjórar atvinnuumsóknir í gangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×