Viðskipti erlent

Breskir bankar banna notkun 500 evra seðils

Breskir bankar og gjaldmiðlasalar hafa hætt að nota, eða skipta, 500 evra seðlum. Ástæðan er sú að lögregluyfirvöld hafa upplýst að 9 og hverjum 10 slíkum seðlum sem eru í umferð eru notaðir af glæpamönnum.

Vefsíðan e24.no fjallar um málið og vitnar í breska viðskiptavefmiðla sem greint hafa frá þessu. 500 evra seðilinn hefur gengið undir nafninu „bin Laden seðilinn" því hann er sú mynt sem alþjóðlegir glæpamenn eða hryðjuverkamenn vilja helst nota í stað 100 dollara seðla.

Ástæðan fyrir því að glæpamenn nota 500 evra seðla er einfaldlega sú að ef þú ætlar að flytja milljón dollara í 100 dollara seðlum þarf ferðatösku til að koma því magni fyrir. Samsvarandi upphæð í 500 evra seðlum er hægt að koma fyrir í handtösku eða þykku veski.

Þrátt fyrir bannið er 500 evra seðilinn ekki ólöglegur í Bretlandi. Það er enn hægt að nota hann þar en þá aðeins í þeim tilgangi að leggja fé inn á reikninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×