Gjöfum rignir yfir gulldrengina á Wall Street í ár 12. október 2010 08:59 Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr. Úttekt Wall Street Journal nær til 35 banka og fjármálafyrirtækja á Wall Street og kemur fram að bónusarnir í ár verða 4% hærri en þeir urðu í fyrra þegar þeir námu 139 milljörðum dollara. Athyglisvert er að í 29 af þessum 35 bönkum og fyrirtækjum reikna menn með að vöxtur þeirra verði nokkuð minni en nemur hækkuninni á bónusunum milli ára. Búiast er við að tekjurnar á Wall Street muni vaxa um 3%. Til eru undantekningar á þessari gjafaveislu. Þannig ætlar Citigroup að lækka laun og bónusa um 8% milli ára þrátt fyrir að tekjurnar hafi vaxið um 4%. Þess ber að geta að ríkissjóður Bandaríkjanna á enn 12% í Citigroup. Þessu er öfugt farið hjá Goldman Sachs. Þar reikna menn með að tekjurnar muni minnka um 13,5% en samt sem áður á að auka bónusa og laun starfsmanna um 4%. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aftur í ár eiga gulldrengir og stúlkur í bönkunum á Wall Street von á bónusum og launauppbótum sem slá munu metið í þessum aukasposlum sem sett var í fyrra. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal mun bónusupphæðin í ár nema um 144 milljörðum dollara eða rúmum 16.000 milljörðum kr. Úttekt Wall Street Journal nær til 35 banka og fjármálafyrirtækja á Wall Street og kemur fram að bónusarnir í ár verða 4% hærri en þeir urðu í fyrra þegar þeir námu 139 milljörðum dollara. Athyglisvert er að í 29 af þessum 35 bönkum og fyrirtækjum reikna menn með að vöxtur þeirra verði nokkuð minni en nemur hækkuninni á bónusunum milli ára. Búiast er við að tekjurnar á Wall Street muni vaxa um 3%. Til eru undantekningar á þessari gjafaveislu. Þannig ætlar Citigroup að lækka laun og bónusa um 8% milli ára þrátt fyrir að tekjurnar hafi vaxið um 4%. Þess ber að geta að ríkissjóður Bandaríkjanna á enn 12% í Citigroup. Þessu er öfugt farið hjá Goldman Sachs. Þar reikna menn með að tekjurnar muni minnka um 13,5% en samt sem áður á að auka bónusa og laun starfsmanna um 4%.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira