Viðskipti erlent

Bankastjóri: Mömmu og pabba finnst launin mín of há

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stephen Hester segir að foreldrum sínum finnist launin sín of há. Mynd/ AFP.
Stephen Hester segir að foreldrum sínum finnist launin sín of há. Mynd/ AFP.
Stephen Hester, forstjóri Royal Bank of Scotland, viðurkenndi við yfirheyrslur hjá nefnd í breska þinginu í dag að jafnvel foreldrum hans þættu hann of hátt launaður.

Hester sat fyrir hjá nefnd sem er að rannsaka laun og bónusa sem greiddir eru af ríkisbönkunum, til að mynda RBS og Northern Rock, en jafnframt Lloyds bakanum sem er í 43% eigu ríkisins.

Bónusar Hesters eru tengdir virði hlutabréfa í RBS og hann hefur samþykkt að fá enga bónusa fyrsta árið en gæti fengið 10 milljónir punda, andvirði 2ja milljarða íslenskra króna, í bónusa yfir þriggja ára tímabil.

„Ef þú spyrð mömmu og pabba um launin mín þá myndu þau segja að þau væru of há," sagði Hester. Hann bætti því við að þetta væri það sjónarmið sem margir í kringum sig hefðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×