Viðskipti erlent

Íslandsvinur selur dótakassann sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Félagið þarf að losa sig við margar lúxusbifreiðar. Mynd/ AFP.
Félagið þarf að losa sig við margar lúxusbifreiðar. Mynd/ AFP.
Vincos, sem er félag í eigu auðjöfursins Vincent Tchenguiz, stendur um þessar mundir í umfangsmiklum niðurskurði eftir að hafa tapað 38 milljónum sterlingspunda, eða 7,2 milljörðum íslenskra króna.

Á meðal þeirra úrræða sem gripið er til er að selja bílaflota fyrir 1 milljón sterlingspunda, eða 190 milljónir íslenskra króna. Breska blaðið Daily Telegraph segir að í bílaflotanum séu meðal annars Lamborghini, Aston Martin og Bentley. Blaðið segir að Tchenguiz hafi keypt að minnsta kosti einn bílinn sjálfur.

Vincent og Robert bróðir hans auðguðust upphaflega í fasteignaviðskiptum. Bræðurnir voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings og fengu á sínum tíma 300 milljarða að láni hjá bankanum. Eftir að bankinn hrundi gerðu þeir hins vegar 400 milljarða króna kröfu í þrotabúið. Talið er líklegt að þeir muni stefna þrotabúinu vegna þeirrar kröfu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×