Handbolti

Björgvin: Vörnin hjálpaði mér mikið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Björgvin í leiknum í kvöld.
Björgvin í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm
"Við vorum svolítið lengi í gang varnarlega en þegar við náðum að stilla upp vörninni þá vorum við mjög flottir. Það er því súrt að tapa þessum leik,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, sem var besti leikmaður íslenska liðsins í tapi gegn Dönum, 28-29 í Laugardalshöllinni í kvöld. Björgvin var í frábær í markinu í kvöld og varði 25 skot. „Vörnin hjálpaði mér mikið í kvöld og ég fékk marga auðvelda bolta til að verja. Við erum að spila sóknarlega vel í báðum leikjunum og getum því tekið margt mjög jákvætt úr þessum leikjum.“ Tímabilið er búið að vera langt og strangt hjá Björgvini sem viðurkennir að hann sé dauðþreyttur. „Ég viðurkenni það fúslega að ég dauðþreyttur eftir þetta tímabil og skrokkurinn er við það að gefa sig. Ég tek hins vegar næstu viku líka með landsliðinu og leggst svo í dvala,“ segir Björgvin og glottir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×