Golf

Björgvin: Askan hafði mikil áhrif á alla

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Björgvin er einn svalasti kylfingur landsins.
Björgvin er einn svalasti kylfingur landsins. Fréttablaðið/Stefán
Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta stigamót GSÍ sem fór fram í Eyjum um helgina. Björgvin var jafn Kristjáni Þór Einarssyni á 138 höggum en vann umspilið þar sem hann fékk par en Kristján skolla. Rúnar Arnórsson, Arnar Snær Hákonarson, Hlynur Geir Hjartarson og Ólafur B. Loftsson voru í þriðja til sjötta sæti á 140 höggum. „Ég spilaði ágætlega, þetta dugði allavega til sigurs,“ sagði Björgvin við Fréttablaðið, en hann var á tveimur undir pari. „Askan hafði mikil áhrif á alla, flatirnar voru harðari og ef þú hittir boltann ekki gat endað illa hjá þér,“ sagði Björgvin. Valdís Þóra Jónsdóttir vann í kvennaflokki á 150 höggum á hringjunum tveimur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var önnur á 151 og Eygló Myrra Óskarsdóttir þriðja á 155.   



Fleiri fréttir

Sjá meira


×