Viðskipti erlent

Danir hagnast á grísku kreppunni

Samkvæmt útreikningum Nordea bankans mun gríska kreppan skila 5,7 milljörðum danskra kr. eða 128 milljörðum kr, aukalega í ríkissjóð Danmerkur í ár.
Samkvæmt útreikningum Nordea bankans mun gríska kreppan skila 5,7 milljörðum danskra kr. eða 128 milljörðum kr, aukalega í ríkissjóð Danmerkur í ár.

Það eru ekki margar þjóðir í Evrópusem beinlínis hagnast á grísku kreppunni. Það gera þó frændur vorir Danir.

Þetta helgast af því að gengi dönsku krónunnar er bundið við gengi evrunnar. Frá því að gríski harmleikurinn komst á fullt skrið í vetur hefur gengi evrunnar fallið verulega og hið sama á við um dönsku krónuna. Þetta kemur útflutningsgreinum Danmerkur verulega til góða.

Í frétt í Jyllands Posten um málið segir að samkvæmt útreikningum Nordea bankans mun gríska kreppan skila 5,7 milljörðum danskra kr. eða 128 milljörðum kr, aukalega í ríkissjóð Danmerkur í ár. Auk þess mun atvinnulausum í landinu fækka um 9.000 manns.

Helge Pedersen aðalhagfræðingur Nordea segir að auk þessa sýni útreikningar þeirra að á næsta ári og þarnæsta muni útflutningsgreinar Dana hagnast um 10 milljarða danskra kr. eða 225 milljarða kr. aukalega vegna gengifalls dönsku krónunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×