Sala Hyundai jókst um 45 prósent 2. desember 2010 01:00 Nýir bílar 2011 árgerð Cherokee jeppa á bílasölu í Bandaríkjunum. Chrysler Group hefur aukið sölu sína frá ári til árs, átta mánuði í röð.Fréttablaðið/AP Allir helstu bílaframleiðendur, að Toyota undanskildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðnum mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnaðarins vestra. Ford, General Motors, Chrysler, Nissan, Hyundai og Honda hafa greint frá söluaukningu upp á tugi prósentna. Toyota, sem hefur ítrekað þurft að kalla inn bíla vegna galla, greinir frá samdrætti í sölu. Greinendur segja að sölutölurnar, að viðbættum góðum sölutölum frá í október, bendi til þess að neytendur sem haldið hafi störfum sínum í yfirstandandi efnahagsþrengingum séu nú nægilega bjartsýnir á framtíðina til þess að eyða peningum og uppfæra bílakost sinn. Þróunin er sögð boða gott fyrir almennan efnahagsbata, því þegar stjórnendur fyrirtækja sjái merki um aukna neyslugleði fólks þá aukist vilji þeirra til að ráða meira starfsfólk, en atvinnuleysi í Bandaríkjunum er sagt hafa hamlað efnahagsbata þar mánuðum saman. Mesta söluaukningin var hjá Hyundai sem seldi 45 prósentum fleiri bíla í nóvember í ár, miðað við sama tíma í fyrra. Í öðru sæti er Nissan með söluaukningu upp á 27 prósent. - óká Fréttir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Allir helstu bílaframleiðendur, að Toyota undanskildum, hafa greint frá mikilli söluaukningu nýrra bíla í nýliðnum mánuði. Þróunin er sögð til marks um hægan bata bílaiðnaðarins vestra. Ford, General Motors, Chrysler, Nissan, Hyundai og Honda hafa greint frá söluaukningu upp á tugi prósentna. Toyota, sem hefur ítrekað þurft að kalla inn bíla vegna galla, greinir frá samdrætti í sölu. Greinendur segja að sölutölurnar, að viðbættum góðum sölutölum frá í október, bendi til þess að neytendur sem haldið hafi störfum sínum í yfirstandandi efnahagsþrengingum séu nú nægilega bjartsýnir á framtíðina til þess að eyða peningum og uppfæra bílakost sinn. Þróunin er sögð boða gott fyrir almennan efnahagsbata, því þegar stjórnendur fyrirtækja sjái merki um aukna neyslugleði fólks þá aukist vilji þeirra til að ráða meira starfsfólk, en atvinnuleysi í Bandaríkjunum er sagt hafa hamlað efnahagsbata þar mánuðum saman. Mesta söluaukningin var hjá Hyundai sem seldi 45 prósentum fleiri bíla í nóvember í ár, miðað við sama tíma í fyrra. Í öðru sæti er Nissan með söluaukningu upp á 27 prósent. - óká
Fréttir Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira