Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 10:21 Kennarar eru á meðal þeirra opinberu starfsmanna sem hafa enn ekki gert kjarasamning. Hér sjást þeir mótmæla Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í ráðhúsinu í haust. Vísir/Vilhelm Enn er ósamið við um fjörutíu prósent opinbera vinnumarkaðarins á sama tíma og samningum við allflest launafólk á almennum markaði er lokið. Fyrir vikið hefur kaupmáttur fólks á opinbera markaðinum rýrnað eða staðið í stað á meðan hann hefur aukist aðeins á þeim almenna. Langtímasamningar hafa verið undirritaðir við 80-90 prósent launafólks á vinnumarkaði í samningalotu sem hófst í febrúar, að því er kemur fram í haustskýrslu kjaratölfræðinefndar. Það er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Áætlað er að ósamið sé við um 24 þúsund manns á opinbera markaðnum, þar á meðal ríflega helming launafólks innan BHM, öll aðildarfélag Kennarasambands Íslands auk lækna og hjúkrunarfræðinga sem standa utan heildarsamtaka. Misræmið í hvers langt samningagerð er komin á almenna markaðnum annars vegar og þeim opinbera hins vegar þýðir að launaþróun er ólík á milli þeirra. Á almenna markaðnum hækkaði grunntímakaup um 5,2 prósent frá febrúar til júlí. Hækkunin nam 2,9 prósentum hjá Reykjavíkurborg og rúmlega tveimur prósentum hjá ríki og sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Kaupmáttur grunntímakaupsins jókst um 1,5 prósent á tímabilinu, mest á almenna markaðnum þar sem samningum allflestra var lokið. Á sama tíma rýrnaði kaupmáttur á opinbera markaðnum eða stóð í stað þar sem enn er ósamið við stóra hópa. Almennt jókst kaupmáttur launa um 0,5 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Vegna hárra vaxta og verðbólgu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna aftur á móti lítillega saman. Dregur úr mun á lægstu og hæstu launum Blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkana sem urðu fyrir valinu í þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir er sögð hafa skilað hlutfallslega meiri hækkunum á lægri laun. Þessi áhersla undanfarin ár hafi leitt til þess að munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði hafi dregist saman og tíundastuðlar lækkað markvert. Regluleg laun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 821.000 krónur að meðaltali í maí. Hæst voru meðallaunin á almenna vinnumarkaðnum, hvort sem litið var til grunnlauna, reglulegra launa eða reglulegra heildarlauna. Launadreifing var aftur á móti meiri á almennum markaði en hjá því opinbera. Þótt verðbólga fari lækkandi eru ekki horfur á að hún fari niður í þau mörk sem Seðlabankinn telur ásættanleg fyrr en eftir tvö ár.Vísir/Vilhelm Vaxtagjöld vaxandi hluti af ráðstöfunartekjum Um stöðu efnahagsmála almennt segir í skýrslunni að hægt hafi á efnahagslegum umsvifum eftir þrjú ár af kröftugum hagvexti. Útlit sé fyrir óverulegan hagvöxt í ár. Þótt verðbólga hafi farið hratt lækkandi undanfarna mánuði sé ekki útlit fyrir að hún nálgist markmið Seðlabankans fyrr en undir lok árs 2026. Framleiðni vinnuafls á landinu hefur aukist um 1,8 prósent að meðaltali á ári síðustu fimm árin og er það sagt mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum. Mest framleiðniaukning hefur orðið í verslun og sjávarútvegi en minnst í iðnaði og byggingarstarfsemi. Hlutdeild launafólks í verðmætasköðun hagkerfisins hefur á sama tíma lækkað um 1,2 prósentustig síðustu fimm árin. Eiginfjárstaða heimila er sögð hafa batnað og skuldastaða þeirra almennt góð í sögulegu samhengi. Mikill munur sé þó á stöðu heimila á eigna- og leigumarkaði. Vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hjá heimilum með íbúðalán hafa farið vaxandi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Ein mesta atvinnuþátttaka innflytjenda innan OECD Dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði með hægari efnahagsumsvifum. Starfandi fólki fjölgar hægar en undanfarið þótt atvinnuleysi sé áfram lágt og atvinnuþáttaka sé mikil. Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað ört. Þeir eru nú tæplega fjórðungur starfandi fólks en voru sex prósent fyrir tuttugu árum. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú mesta á meðal OECD-þjóða og lítll munur er á hlutfalli starfandi innflytjenda og þeirra sem eru fæddir á landinu. Þá eru innflytjendur á Íslandi vel menntaðir borið saman við önnur lönd og algengara að þeir sinni starfi sem er ekki í samræmi við menntunarstig þeirra en fólk með íslenskan bakgrunn. Íslenskukunnátta innflytjenda er þó sögð lítil í samanburði við kunnáttu á tungumálu búseturíkis í öðrum OECD-ríkjum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Langtímasamningar hafa verið undirritaðir við 80-90 prósent launafólks á vinnumarkaði í samningalotu sem hófst í febrúar, að því er kemur fram í haustskýrslu kjaratölfræðinefndar. Það er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Áætlað er að ósamið sé við um 24 þúsund manns á opinbera markaðnum, þar á meðal ríflega helming launafólks innan BHM, öll aðildarfélag Kennarasambands Íslands auk lækna og hjúkrunarfræðinga sem standa utan heildarsamtaka. Misræmið í hvers langt samningagerð er komin á almenna markaðnum annars vegar og þeim opinbera hins vegar þýðir að launaþróun er ólík á milli þeirra. Á almenna markaðnum hækkaði grunntímakaup um 5,2 prósent frá febrúar til júlí. Hækkunin nam 2,9 prósentum hjá Reykjavíkurborg og rúmlega tveimur prósentum hjá ríki og sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Kaupmáttur grunntímakaupsins jókst um 1,5 prósent á tímabilinu, mest á almenna markaðnum þar sem samningum allflestra var lokið. Á sama tíma rýrnaði kaupmáttur á opinbera markaðnum eða stóð í stað þar sem enn er ósamið við stóra hópa. Almennt jókst kaupmáttur launa um 0,5 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Vegna hárra vaxta og verðbólgu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna aftur á móti lítillega saman. Dregur úr mun á lægstu og hæstu launum Blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkana sem urðu fyrir valinu í þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir er sögð hafa skilað hlutfallslega meiri hækkunum á lægri laun. Þessi áhersla undanfarin ár hafi leitt til þess að munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði hafi dregist saman og tíundastuðlar lækkað markvert. Regluleg laun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 821.000 krónur að meðaltali í maí. Hæst voru meðallaunin á almenna vinnumarkaðnum, hvort sem litið var til grunnlauna, reglulegra launa eða reglulegra heildarlauna. Launadreifing var aftur á móti meiri á almennum markaði en hjá því opinbera. Þótt verðbólga fari lækkandi eru ekki horfur á að hún fari niður í þau mörk sem Seðlabankinn telur ásættanleg fyrr en eftir tvö ár.Vísir/Vilhelm Vaxtagjöld vaxandi hluti af ráðstöfunartekjum Um stöðu efnahagsmála almennt segir í skýrslunni að hægt hafi á efnahagslegum umsvifum eftir þrjú ár af kröftugum hagvexti. Útlit sé fyrir óverulegan hagvöxt í ár. Þótt verðbólga hafi farið hratt lækkandi undanfarna mánuði sé ekki útlit fyrir að hún nálgist markmið Seðlabankans fyrr en undir lok árs 2026. Framleiðni vinnuafls á landinu hefur aukist um 1,8 prósent að meðaltali á ári síðustu fimm árin og er það sagt mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum. Mest framleiðniaukning hefur orðið í verslun og sjávarútvegi en minnst í iðnaði og byggingarstarfsemi. Hlutdeild launafólks í verðmætasköðun hagkerfisins hefur á sama tíma lækkað um 1,2 prósentustig síðustu fimm árin. Eiginfjárstaða heimila er sögð hafa batnað og skuldastaða þeirra almennt góð í sögulegu samhengi. Mikill munur sé þó á stöðu heimila á eigna- og leigumarkaði. Vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hjá heimilum með íbúðalán hafa farið vaxandi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Ein mesta atvinnuþátttaka innflytjenda innan OECD Dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði með hægari efnahagsumsvifum. Starfandi fólki fjölgar hægar en undanfarið þótt atvinnuleysi sé áfram lágt og atvinnuþáttaka sé mikil. Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað ört. Þeir eru nú tæplega fjórðungur starfandi fólks en voru sex prósent fyrir tuttugu árum. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú mesta á meðal OECD-þjóða og lítll munur er á hlutfalli starfandi innflytjenda og þeirra sem eru fæddir á landinu. Þá eru innflytjendur á Íslandi vel menntaðir borið saman við önnur lönd og algengara að þeir sinni starfi sem er ekki í samræmi við menntunarstig þeirra en fólk með íslenskan bakgrunn. Íslenskukunnátta innflytjenda er þó sögð lítil í samanburði við kunnáttu á tungumálu búseturíkis í öðrum OECD-ríkjum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent