Viðskipti erlent

Hunter skoðar tilboð

Sir tom hunter Hefur fengið tilboð í skókeðju sína upp á sem svarar átján milljörðum króna.
Sir tom hunter Hefur fengið tilboð í skókeðju sína upp á sem svarar átján milljörðum króna.

Skoski auðkýfingurinn Sir Tom Hunter er sagður íhuga tilboð í bresku skókeðjuna Office upp á 150 milljónir punda, jafnvirði um átján milljarða króna. Hunter keypti verslunina fyrir sjö árum fyrir sextán milljónir punda.

Sir Tom Hunter var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og keypti meðal annars hlut í bresku versluninni House of Fraser með Baugi í gegnum fjárfestingarfélag sitt West Coast Capital árið 2006. Á meðal helstu hluthafa með Hunter þar er skilanefnd Landsbankans, sem á nú um þrjátíu prósenta hlut sem Baugur átti áður.

Í skoska dagblaðinu The Scotsman kemur fram að West Coast Capital hafi gengið ágætlega þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Félagið hagnaðist um 6,9 milljónir punda í fyrra eftir rúmlega 66 milljóna tap árið á undan. Hunter, sem ákvað fyrir meira en áratug að gefa einn milljarð punda til góðgerðarmála yfir ævina, varð af þeim sökum að gefa helmingi minna til góðgerðamála í fyrra, eða 5,9 milljónir punda.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×