Handbolti

Stelpurnar einbeittar fyrir stórleikinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Júlíus í leiknum gegn Frökkum á miðvikudag.
Júlíus í leiknum gegn Frökkum á miðvikudag. Fréttablaðið/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta dvelur nú í Stockerau í Austurríki þar sem það leikur við stöllur sínar frá landinu á morgun. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í lokakeppni EM sem fer fram í desember á þessu ári.

Ísland tapaði fyrir Frökkum á miðvikudaginn, 24-27, en fer á EM með því að vinna, gera jafntefli, eða tapa með þremur mörkum. Það er vegna þess að Ísland vann fyrri leikinn gegn Austurríki 29-25 og gilda innbyrðis viðureignir um hvort liðið fer áfram.

Júlíus Jónasson sagði við Vísi í hádeginu að það færi vel um liðið í bænum og að ferðalagið hafi fengið vel."Við flugum til Kaupmannahafnar í gær, biðum þar og flugum svo til Vínar. Við keyrðum svo til Stockerau í morgun," sagði Júlíus.

"Liðið slappar af, fer í sjúkrameðferð og hvílir sig á milli funda hjá okkur. Það verða tveir video-fundir í dag þar sem við förum yfir lið Austurríkis og fleira. Við æfum svo í kvöld, og á morgun" sagði Júlíus sem segir stemninguna í hópnum góða.

"Auðvitað voru allir svekktir með tapið gegn Frökkum en liðið er einbeitt fyrir leikinn og við ætlum okkur áfram," sagði Júlíus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×