Viðskipti erlent

Gullverðið rýfur 1.400 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur rofið 1.400 dollara múrinn og ekkert lát er á verðhækkunum á gulli. Í nótt náði gullverðið í 1.410 dollara á únsuna á markaðinum í New York. Í morgun fór verðið yfir 1.420 dollara á únsuna á markaðinum í London.

Aukin órói á fjármálamörkuðum er helsta ástæðan fyrir áframhaldandi verðhækkunum á gulli en veiking á gengi dollarans hefur einnig ýtt undir verðhækkanirnar.

Óróinn stafar einkum vegna áframhaldandi frétta af efnahagslífinu hjá nokkrum evrulöndum en Írland er nú fremst í umræðunni. Írland stendur frammi fyrir gífurlegum niðurskurði á fjárlögum sínum og það hefur endurvakið áhyggjur af öðrum illa stöddum evrulöndum eins og Grikklandi, Spáni og Portúgal.

Þá hafa orð Roberts Zoellick forstjóra Alþjóðabankans, sem greint frá frá á visir.is í gær, um nauðsyn þess að binda gengi helstu gjaldmiðla heimsins við gullfót aukið áhuga fjárfesta á gullkaupum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×