Silfurverðið ekki hærra síðan á tímum Hunt-bræðranna 18. febrúar 2011 14:52 Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á silfri hefur ekki verið hærra í sögunni síðan að Hunt-bræðurnir í Texas reyndu að einoka markaðinn árið 1980. Í frétt um málið á börsen.dk segir að verðið á silfrinu sé nú komið í 31,8 dollara á únsuna og hefur það hækkað um 100% á liðnu ári. Fjárfestar virðast ekki geta fengið nóg af silfri en öfugt við gull er stærstur hluti af silfurframleiðslu heimsins notaður í ýmsa iðnaðarframleiðslu. Silfur nýtur þess því að vera bæði eðalmálmur eins og gull og grunnmálmur eins og kopar. Það sem einnig hefur valdið miklum verðhækkunum á silfri er að nú er hægt að fjárfesta í því í auknum mæli í gegnum sérstaka sjóði, svokallaða ETF sjóði. Síðast þegar silfurverðið fór yfir 31 dollara á únsuna var í mars árið 1980. Þá reyndu Hunt-bræðurnir, Nelson Bunker og Herbert, að einoka markaðinn. Talið er að þeir hafi náð að kaupa um þriðjunginn af öllu silfri í heiminum, fyrir utan það sem var í eigu opinberra aðila, áður en bólan sprakk þann 27. mars 1980. Sá dagur er síðan þekktur sem Silfur fimmtudagurinn. Þeir Nelson Bunker og Herbert höfðu keypt mikið af silfrinu með framvirkum samningum. Þegar verðhrunið varð töpuðu þeir gríðarlegum fjárhæðum. Árið 1980 var auður þeirra metinn á 5 milljarða dollara en þeir komu frá auðugri olíufjölskyldu í Texas. Átta árum síðar lýstu þeir sig gjaldþrota.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira