Viðskipti erlent

Danir minnka öldrykkju sína um þriðjung

Danir hafa dregið verulega úr öldrykkju sinni á síðustu tíu árum. Öldrykkjan hefur minnkað um þriðjung á þessu tímabili.

Bara á milli áranna 2009 og 2010 minnkaði öldrykkja Dana um 6% en þar á kreppan hlut að máli. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að Carlsberg bruggverksmiðjurnar telji að öldrykkjan muni enn fara minnkandi í ár en ekki eins mikið og á milli tveggja síðustu ára þar sem kreppan sé að fjara út í landinu.

Danskar bruggverksmiðjur hafa brugðist við þessari þróun með því að setja fleiri tegundir af léttöli á markaðinn samhliða því að auka fjölbreytnina í gosdrykkjaframleiðslu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×