Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu komið yfir 104 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um 2 dollara á tunnuna í morgun vegna ástandsins í Líbýu. Verðið er komið í rúma 104 dollara á tunnuna fyrir Brent olíuna.

Það voru einkum fréttir um að starfsmenn í olíuhreinsistöðvum í Líbýu séu komnir í verkfalla sem ýtti undir verðhækkunina.

Líbýa framleiðir um 1,1 milljón tunna á dag af olíu við eðlilegar aðstæður. Fyrir utan fyrrgreint verkfall hafa ættarhöfðingjar í Líbýu hótað því að stöðva alveg olíuframleiðslu landsins ef Muammar Gaddafi heldur áfram að berja á þjóð sinni, að því er segir í frétt á Reuters um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×