Viðskipti erlent

Gullæði ríkir í Danmörku

Hið himinháa heimsmarkaðsverð á gulli hefur leitt til þess að gullæði er runnið á Dani. Þeir keppast nú við að finna gamla skartgripi, úr og erfðagripi sem þeir selja hjá gullkaupendum í Danmörku.

Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar er haft eftir Rebecca Falck eigenda Falck Guld að þar á bæ hafi fjöldi ánægðra viðskipta vina komið með gamla gullgripi sína og gengið á brott með hundruð þúsunda kr. í vasanum. Falck Guld sérhæfir sig í að kaupa gull og silfur frá almenningi og endurselja það.

Rebecca Falck segir að fjöldi viðskiptavina hafi margfaldast á undanförnum vikum og mánuðum.

Hvað silfur varðar segir Rebecca að enn sé engin aukning á sölu erfðagripa úr silfri en hún er viss um að sú aukning sé rétt handan við hornið. „Silfur hefur verið að hækka í verði undanfarna daga og ef sú þróun heldur áfram er ég viss um að við munum merkja áhrifin á því,“ segir Rebecca Falck.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×