Viðskipti erlent

G7 ríkin samþykkja aðgerðir til að lækka gengi jensins

Fjármálaráðherrar G7 ríkjanna hafa ákveðið að grípa til aðgerða á gjaldeyrismörkuðum heimsins til að þess að lækka gengi japanska jensins.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2000 sem slíkar aðgerðir eru samþykktar. Strax og fréttir bárust af þessari ákvörðun fjármálaráðherranna tók gengi jensins að lækka en aðgerðirnar hefjast í dag. Þær felast í því að seðlabankar G7 ríkjanna munu selja jen í miklum mæli og draga þannig úr styrkingu þess.

Á sama tíma heldur Seðlabanki Japans áfram að dæla fjármagni inn á markaðinn í Japan en bankinn hefur notað yfir 100 milljarða dollara til þess í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×