Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Danfoss í Danmörku

Methagnaður varð hjá iðnaðarfyrirtækinu Danfoss í Danmörku á síðasta ári. Hagnaðurinn nam tæpum 3,3 milljörðum danskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið hjá Danfoss árið áður tæpum 1,5 milljörðum danskra kr.

Í tilkynningu um uppgjör ársins segir forstjórinn Niels B. Christiansen að óhætt sé að halda því fram að Danfoss hafi barist í gegnum kreppuna með skínandi góðum árangri. Niðurstaðan eftir árið í fyrra sé mjög ánægjuleg.

Á síðasta ári tókst Danfoss að styrkja stöðu sína á helstu mörkuðum heimsins. Veltan í fyrra jókst um 31% miðað við árið áður og nam tæpum 32 milljörðum danskra kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×