Viðskipti erlent

Yfir 600.000 Danir þreyttir á vinnu sinni

Samkvæmt nýrri könnun sem YouGov hefur gert fyrir danska blaðið metroXpress eru yfir 600.000 Danir orðnir þreyttir á þeirri vinnu sem þeir stunda og vilja skipta um starf.

Könnun sýndi að 22% vinnandi Dana hafa þessa afstöðu til vinnu sinnar. Þá kom í ljós að 29% aðspurða myndu skipta um starf á morgun ef þeir fengju ekki jafngóð laun og raun ber vitni í núverandi starfi sínu.

Fjallað er um málið í Politiken og þar er haft eftir rithöfundum og fyrirlesaranum Alexander Kjerulf það sé hörmulegt hve margir Danir séu ósáttir við vinnu sína í ljósi þess hve miklum tíma af æfi sinni þeir verja í vinnu sinni.

„Danir hanga árum saman í störfum sem þeir hafa engan áhuga á,“ segir Kjerulf. „Það er hræðilegt. Mörgum finnst það vera ósigur að segja upp starfi sínu. Líta svo á að þá hafi forstjórinn unnið og sá skal sko ekki ráða niðurlögum mínum.“

Kjerulf segir að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sambúðina, framtíðarferilinn og heilsuna ef starfsmaður er of lengi í vinnu sem hann er óánægður með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×