Danir spara fé sem aldrei fyrr 3. apríl 2011 11:16 Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danskur almenningur sparar nú fé sem aldrei fyrr. Sérfræðingar hafa töluverðar áhyggjur þessari þróun því efnahagur Danmerkur er mikið til drifinn áfram af einkaneyslu. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að fjármálakreppan skall á árið 2007 hafi danskur almenningur tvöfaldað sparnað sinn. Hver dönsk fjölskylda leggur nú árlega 34.000 kr. danskar eða tæplega 750.000 kr. inn á sparireikninga sína. Í heild nemur sparnaðurinn 86,5 milljörðum danskra kr. eða tæplega 1.900 milljörðum kr. Upphæð sem liggur nokkuð fyrir ofan landsframleiðslu Íslands. Á sama tíma og sparnaðarreikningar fitna dregur úr einkaneyslunni. Samdrátturinn er þegar orðinn svo mikill að sérfræðingar ræða um að „japanskt ástand" sé að myndast í Danmörku. Í Japan hefur mikill sparnaður almennings á kostnað einkaneyslu leitt til stöðnunar í áratugi. Johannes Andersen lektor í stjórnvísindum við Háskóla Álaborgar segir að þróunin sé ógnvænleg. Hún skýrist hinsvegar af því að Danir hafa sterka kreppuvitund. Margir óttist einnig atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð. „Þetta fær okkur til að spara," segir Andersen. Sparnaðurinn er hinsvegar slæmar fréttir fyrir efnahagslífið. Sparnaður dregur verulega úr hagvextinum vegna Þess hve einkaneyslan er stór þáttur í landsframleiðslu landsins. Einkaneyslan er ráðandi afl þegar kemur að því að fjölga störfum, auka hagvöxtinn og draga úr fjárlagahallanum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira