Viðskipti erlent

Standard & Poor´s veldur uppnámi á mörkuðum

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s olli miklu uppnámi á fjármálamörkuðum heimsins í gærdag þegar fyrirtækið ákvað að setja lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á neikvæðar horfur.

Það eru einkum hinar gífurlegu skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna sem eru ástæðan fyrir ákvörðun Standard & Poor´s.

Bandaríkin eru með hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn en verði hún lækkuð myndi það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahag heimsins að því er segir í frétt um málið í börsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×