Viðskipti erlent

Jaguar ætlar að fjölga um 1000 störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jaguar selst vel í Asíu um þessar mundir. Mynd/ afp.
Jaguar selst vel í Asíu um þessar mundir. Mynd/ afp.
Jaguar verksmiðjurnar, sem er einn af stærstu bílaframleiðendum í Bretlandi, munu hugsanlega opna nýja verksmiðju á Bretlandi sem gætu skapað meira en 1000 störf. Fréttavefur Daily Telegraph segir að þetta gæti orðið vatn á myllu ríkisstjórnar Bretlands sem glímir við samdrátt í efnahagslífinu. Eftirspurn eftir Jagúar bifreiðum hefur aukist í Asíu. Auk Jagúar framleiða verksmiðjurnar jafnframt Land Rover bifreiðar. Líklegast er að nýja verksmiðjan verði í Bretlandi en einnig kemur til greina að hún verði á Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×