Viðskipti erlent

Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu

Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay.

Þyrlurnar sem hér um ræðir eru rússneskar af tegundunum Mi-8 og Mi-17. Þær eru þungvopnaðar og m.a. útbúnar með eldflaugum gegn skriðdrekum og brynvarnatætandi keðjubyssum.

Verðið á þessum árásarþyrlum er rúmar 7 milljónir dollara, eða tæplega 800 milljónir kr. fyrir stykkið en einnig er hægt að kaupa eldri og ódýrari flutningaþyrlur fyrir aðeins 266.000 dollara.

Á vefsíðunni segir að þeir sem kaupa þessar þyrlur geti fengið þær afhentar hvar sem er í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×