Viðskipti erlent

Mærsk er kóngurinn í dönsku kauphöllinni

Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk skilaði rjómauppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaðurinn, eftir skatta, nam 6,35 milljörðum danskra kr. eða um 138 milljörðum kr. Hlutir í Mærsk hafa hækkað um rúmlega 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun og kosta nú 51.250 danskar kr. stykkið.

Hagnaður Mærsk var langt yfir væntingum sérfræðinga sem reiknuðu með að hann yrði 4,56 milljarðar danskra kr. Hagnaðurinn var 85% meiri en á sama tímabili í fyrra.

Brúttótekjur félagsins námu 22,5 milljörðum danskra kr. en væntingar voru um tekjur upp á 20 milljarða danskra kr.

Það var einkum skipahluti Mærsk sem skilaði góðri afkomu. Skipaflutningar Mærsk hafa aukist og fraktverð hækkað. Á móti kemur að eldsneytiskostnaður hefur aukist. Hagnaður af olíuvinnslu Mærsk vann þó upp aukinn kostnað af eldsneytisnotkun skipahlutans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×