Viðskipti erlent

Heinz leggur niður 1000 störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur Heinz verksmiðjanna munu leggja niður allt að 1000 störf og loka fimm verksmiðjum víðsvegar um heiminn. Fimm verskmiðjum, víðsvegar um heiminn, verður lokað. Tvær þeirra eru í Bandaríkjunum, tvær í Evrópu og ein á Kyrrahafssvæðinu. Þetta þýðir að um 800-1000 störf verða lögð niður, en 76 verksmiðjur munu standa eftir að breytingarnar ganga í gegn. Heinz er þekkt vörumerki, meðal annars vegna tómatsósu og bakaðra bauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×