Golf

Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í „strákabandi" og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube.

Ben Crane, Bubba Watson, Hunther Mahan og Rickie Fowler fara á kostum í þessum myndbandi sem hefur vakið gríðarlega athygli.

Fyrsta lagið með þeim félögum heitir því flókna nafni „Oh, Oh Oh". Það er Crane sem er aðalhugmyndsmiðurinn á bak við þetta uppátæki. Þeir félagar gerðu myndbandið í samvinnu við bandaríska tryggingafyrirtækið Farmers sem gefur 1.000 bandaríkjadali til góðgerðamála fyrir hverjar 100.000 heimsóknir á myndbandið á Youtube.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×