Viðskipti erlent

Hagnaður Iceland 29 milljarðar á síðasta ári

Hagnaður Iceland Foods verslunarkeðjunnar var 155,5 milljónir punda eða um 29 milljarðar króna fyrir skatta á síðasta uppgjörsári sem lauk í lok mars síðastliðnum.

Þetta er tæplega 15% meiri hagnaður en á árinu þar á undan. Salan hjá keðjunni jókst um tæp 6% á milli ára og nam 2,4 milljörðum punda eða vel yfir 400 milljörðum króna.

Sem kunnugt er ætlar skilanefnd Landsbankans að selja Iceland í haust og það er töluverður áhugi til staðar á að kaupa keðjuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×