Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti 11. júlí 2011 09:05 Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira