Viðskipti erlent

Tæknilegt gjaldþrot ekki fyrr en um miðjan ágúst

Sérfræðingar á Wall Street segja ósennilegt að Bandaríkin verði strax tæknilega gjaldþrota þann 2. ágúst n.k. þótt ekki náist samkomulag um að lyfta skuldaþaki landsins.

Þrátt fyrir að taka ekki ný lán geti Barack Obama haldið landinu gangandi í að minnsta kosti viku og jafnvel hálfann mánuð enda eigi hann dollara í ríkiskassanum til þessa.

Ward McCarthy aðalhagfræðingur hjá Jeffries segir að tæknilegt gjaldþrot verði sennilega ekki staðreynd fyrr en í kringum 15. ágúst. Þetta þýðir að um næstu mánaðarmót fá ellilífeyrisþegar og örykjar sína útborgun en í heild er þar um að ræða 23 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×