Viðskipti erlent

Oddvitar vongóðir

Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni.
Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni. mynd/ap
Oddvitar demókrata og repúblikana eru vongóðir um að ná sáttum um skuldavanda Bandaríkjanna fyrir þriðjudag til að koma í veg fyrir mögulegt greiðsluþrot bandaríska ríkisins. Nú þegar hafa þeir hafnað tillögum hvors annars um hvernig eigi að skera niður í útgjöldum og hækka skuldaþak ríkisins. Kosið verður á þinginu um frumvarp Harry Reid, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en kosningunni var frestað til að reyna að ná enn frekari sáttum milli deiluaðila.

Samkvæmt frumvarpinu er niðurskurður í ríkisfjármálum um 2,2 milljarðar bandaríkjadala og skuldaþak Bandaríkjanna hækkað um 2,7 milljarða. Að sögn þingmanna er ennþá langt í fullkomna sátt milli flokkanna en þeir eru þó jákvæðari nú en fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×