Handbolti

Anton og Hlynur í úrtökuhópnum fyrir EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson sést hér léttur í leik hjá Akureyri.
Anton Gylfi Pálsson sést hér léttur í leik hjá Akureyri. Mynd/Vilhelm
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru meðal sextán dómarapara sem munu taka þátt í námskeiði í Vínarborg um helgina sem er á vegum evrópska handboltasambandsins vegna komandi Evrópumóts í Serbíu í byrjun næsta árs.

Af þessum sextán dómarapörum munu tólf þeirra vera valin til þess að dæma á Evrópumótinu í Serbíu en það mun koma fram í lok október hverjir þykja bestir til að dæma á EM. Íslenska landsliðið verður meðal keppenda í Serbíu og nú er að sjá hvort við munum einnig eiga fulltrúa í dómarahópnum en það hefur ekki verið svo á undanförnum stórmótum.

Námskeiðið hefst á föstudaginn og lýkur á sunnudag. Þar munu dómararnir ganga undir allskyns próf, bæði líkamleg og andleg sem og að fá góð ráð bæði varðandi leikreglur og sálfræði. Það fylgir því nefnilega mikið andlegt álag að dæma stóra leiki fyrir framan þúsundir æpandi áhorfenda.

Meðal fyrirlesara á námskeiðinu er íslenski sálfræðingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson.

Dómarapörin sem mæta til Vínarbogar um helgina:

Horacek / Novotny (Tékkland)

Olesen / Pedersen (Danmörk)

Raluy / Sabroso (Spánn)

Lazaar / Reveret (Frakkland)

Geipel / Helbig (Þýskaland)

Horvath / Marton (Ungverjaland)

Hlynur Leifsson / Anton Gylfi Pálsson (Ísland)

Nikolov / Nachevski (Makedónía)

Abrahamsen / Kristiansen (Noregur)

Cacador / Nicolau (Portúgal)

Din / Dinu (Rúmenía)

Zotin / Volodokov (Rússland)

Krstic / Ljubic (Slóvenía)

Nikolic / Stojkovic (Serbía)

Badura / Ondogrecula (Slóvakía)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×