Handbolti

Rut missir af Póllandsferðinni - Anna Úrsúla veik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Ole Nielsen
A-landslið kvenna í handbolta lagði af stað í morgun til Póllands þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti um helgina. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari þurfti að gera breytingu á hópnum sínum áður en lagt var af stað.

Rut Jónsdóttir þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla sem hún varð fyrir um helgina í leik með danska liðinu Team Tvis Holstebro og í hennar stað var valin Solveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar.

Línumaðurinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, fór heldur ekki með liðinu í morgun vegna veikinda en samkvæmt frétt á HSÍ þá er vonast til að hún geti farið utan síðar í vikunni.

Íslenska liðið leikur við Holland, Pólland og Tékkland á æfingamótinu sem fer fram í borginni Chorzow í suður Póllandi.

Íslensku stelpurnar eru að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember.

Íslenski landsliðshópurinn:

Markverðir:

Guðný Jenny Ásmundsdóttir, Valur

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg DH

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Fram

Brynja Magnúsdóttir, HK

Dagný Skúladóttir, Valur

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, HSG Blomberg-Lippe

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði, Levanger HK

Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Team Tvis Holstebro

Þorgerður Anna Atladóttir, Valur

Leikir íslenska liðsins í Póllandi eru:

Föstudagur 23.sept kl.15.30 Ísland – Holland

Laugardagur 24.sept kl.17.30 Ísland – Pólland

Sunnudagur 25.sept kl.09.00 Ísland – Tékkland

(Tímasetningar eru að íslenskum tíma)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×