Handbolti

Ólöf Kolbrún: Gengur ekki að spila aðeins einn hálfleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Stefán
„Það gengur víst ekki að spila aðeins einn hálfleik, við mættum ekki tilbúnar og við vorum ekki með lífsmarki allan hálfleikinn," sagði Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, markmaður HK eftir 36-34 tap gegn Stjörnunni í kvöld.

„Þú getur ekki spilað svona gegn liði eins og Stjörnunni, þær eru hörku góðar."

„Við þurfum að fara að skoða fleiri hluti, hvernig við komum inn í leik, hausinn var ekki í lagi þegar við byrjuðum í dag."

„Við náðum góðum tíu mínútna kafla þar sem við komumst yfir en misstum þær svo aftur fram úr okkur. Þessi kafli sýndi okkur hvernig við getum og eigum að spila, við þurfum bara að gera það í sextíu mínútur," sagði Ólöf.


Tengdar fréttir

Hanna: Vorum allar staðráðnar í að ná í sigur

"Við gáfumst aldrei upp og héldum haus, það var alveg sama hver kom inná, við vorum allar staðráðnar í að ná í sigur,“sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir 36-34 sigur gegn HK-stúlkum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×