Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-19 Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2011 21:11 Baldvin Þorsteinsson. Mynd/Hag FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira